Skötuhúin Jóhann Ludwig Torfason og Ragnhildur Jóhanns. Mynd: Sigtryggur Ari fyrir Fréttablaðið.

 

Hjarta Reykjavíkur er lítið fjölskyldu fyrirtæki, stofnað í mars 2019 af Jóhanni Ludwig Torfasyni myndlistarmanni og konu hans Ragnhildi Jóhanns. „Verslunin byrjaði eiginlega með tveimur bókum,“ segir Jóhann en hann hafði gefið út tvær bækur með teikningum af húsum í miðbæ Reykjavíkur, „The Heart of Reykjavík“ og „Kæri Laugavegur“ sem sýnir öll húsin sem standa við þá góðu götu. Svo fengum við þessa klikkuðu hugmynd, að stofna búð utan um bók, en vöruúrvalið hefur síðan aukist jafnt og þétt.

Megnið af vörunum eru hannaðar og framleiddar í versluninni sjálfri, því hún er einnig vinnustofa , prentað á bolla, glasamottur og svo framvegis með aðferð sem kallast upp á ensku Dye Sublimation en vegna þess eru vörur fyrirtækisins ekki fjöldaframleiddar þar sem þær eru langflestar handgerðar á staðnum.

 

 

Að auki við teikningar af húsum má finna teikningar af þekktustu miðborgarköttunum enda eru skötuhjúin bæði mikið kattafólk, eiga þau þrjá ketti heima og eru svo heppinn að kötturinn Negull sem býr í búðinni og að sjálfsögðu má finna teikningar af honum í vöruúrvali verslunarinnar.  

Negull

Kettirnir okkar:

     

          Bríet                 Sófus                          Mosi

 

Kettirnir sem birtast í sumum af myndum Hjarta Reykjavíkur eru þekktir bæjarkettir sem hafa gert sig heimakomna í ýmsum verslunum í miðborginni. Og eru auðvitað hjartanlega velkomnir!
Helstir eru:
Púki var tíður gestur í Máli&menningu en hann er nú sestur í helgan stein.
Baktus býr og “starfar” í Gyllta kettinum í Austurstræti en kíkir stundum yfir í næstu búðir.
Ófelía býr efst á Skólavörðustíg og eyðir dögum sínum á dúnmjúku ullarteppi í ferðamannaverslun.
Negull er hreinræktaður Bengal-hefðarköttur sem á sinn fasta stað í Hjarta Reykjavíkur, til mikillar gleði fyrir starfsfólk og gesti.